Heildarskuldir heimilanna við lánastofnanir námu 879 mö.kr. í lok síðasta árs og jukust um 107 ma.kr. eða tæp 14% milli áranna 2003 og 2004 segir í Vegvísi Landsbankans. Þar kemur fram að töluverð skuldaaukning var á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs og nam hún rúmum 5% eða sem nemur 23% á ársgrundvelli. Innlend útlán og verðbréfaeign lánakerfisins alls nam 2.654 mö.kr í lok ársins og nema skuldir heimilanna því ríflega 30% af heild.