Meirihluti efnahags- og skattanefndar Alþingis hefur tekið tillit til athugasemda sem komið hafa fram við frumvarp til laga um að söluhagnaður lögaðila af hlutabréfum verði gerður skattfrjáls. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu í þinginu, en fyrir nefndina komu fulltrúar atvinnulífsins, hins opinbera, endurskoðunarfyrirtækja , Seðlabankans og verkalýðshreyfingarinnar.

Gerðu þeir aðallega athugasemdir við að regla frumvarpsins, um að ekki verði leyfilegt að draga kostnað vegna söluhagnaðar frá tekjum, væri óskýr. Óljóst væri hvaða kostnaður félli þar undir og álitamál hvort sú tilhögun að fela ráðherra að útfæra það nánar stæðist stjórnarskrá.

Einnig komu fram ábendingar um að afnám heimildar til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum næðu ekki aðeins til þeirra sem samkvæmt frumvarpinu myndu njóta skattfrelsis af söluhagnaði, heldur einnig til annarra rekstrarforma, eins og einstaklingsreksturs og sameignarfélaga.

Þá komu fram tilmæli í umsögnum um að láta meginreglu frumvarpsins um frádrátt söluhagnaðar taka til afleiðuviðskipta þar sem undirliggjandi verðmæti eru hlutabréf.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .