*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Innlent 18. júní 2018 08:45

Heimilt að styrkja einkarekna fjölmiðla

ESA hefur staðfest að ríki megi styrkja einkarekna fjölmiðla í formi ríkisstyrkja.

Ritstjórn
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Haraldur Guðjónsson

ESA, Eftirlitsstofnun fríverslunarsamtaka EFTA, hefur staðfest að ríki megi styrkja einkarekna fjölmiðla í formi ríkisstyrkja. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Á dögunum samþykkti ESA nýjar reglur í Noregi, en þar er gert ráð fyrir því að norska ríkið styrki fjölmiðla. Vegna samþykkis ESA er þetta ekki ólögleg ríkisaðstoð.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að fá ríki styðji jafn lítið við sína einkareknu fjölmiðla og Ísland. Að hennar sögn stendur þó til að bæta þetta ástand.