Heimilt verður að veiða 229 hrefnur á landgrunnsvæðinu og 154 langreyðar á árunum 2014-2018. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið þessa aflaheimild í samráði við ríkisstjórnina. Heimildin miðast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hverju sinni næstu fimm árin.

Á vef stjórnarráðsins segir að þessi heimild samrýmist markmiðum um sjálfbæra nýtingu. Ákvörðunin sé í samræmi við stefnu stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins og með hliðsjón af ályktun Alþingis um hvalveiðar frá 10. mars 1999.

Niðurstöður hvalatalninga sýna að um það bil 20.000 langreyðar og að minnsta kosti 30.000 hrefnur er að finna á stofnsvæðunum við Austur-Grænland og Ísland.

Einnig er fjallað um ákvörðun ráðherra á vef Fiskifrétta.