Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur,  sem áður hafði tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands, hefur dregið framboð sitt til baka. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu segir að hann hafi tekið þessa ákvörðun í kjölfarið af framboði sitjandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar.

Hann segist vænta þess af frambjóðendum að þeir berjist áfram fyrir breytingum í samfélaginu. Heimir er þriðji frambjóðandinn sem dregur framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir á mánudag að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri. Hinir eru Vigfús Bjarni Alfreðsson og Guðmundur Franklín Jónsson.