Heimir Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs. Heimir er fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2 og hefur undanfarið starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í auglýsinga- og markaðsmálum og þjónustað erlendar fréttastofur og kvikmyndafyrirtæki á ferð um landið.

Heimir starfaði 2011-2016 sem framleiðandi og markaðsráðgjafi fyrir Íslensku auglýsingastofuna og hefur m.a. komið að mörgum verkefnum á svið ferðamála í tengslum við Inspired by Iceland og Icelandair ásamt því að starfa sem þjálfari hjá Dale Carnegie. Heimir er Diplom Producer frá Kvikmyndaháskólanum í München og stundar nú MBA nám við Háskóla Íslands. Heimir hlakkar mikið til að takast á við þau verkefni sem Markaðsstofa Kópavogs tekst á við. Hann segir viðburði eins og tónleika með Justin Timerlake og Justin Bieber, koma Kópavogi á kortið sem bæ stórviðburða.

Markaðsstofa Kópa­vogs er sjálf­seign­ar­stofn­un og hef­ur það hlut­verk að efla ímynd og at­vinnuþróun í Kópa­vogi, starfa að ferða- og markaðsmá­l­um og stuðla þannig að því að bæta lífs­gæði og glæða mann­líf og at­vinnu­líf í bæn­um. Markaðsstof­an er brú á milli at­vinnu­lífs og stjórn­sýslu bæj­ar­ins og teng­ir sam­an ólíka hags­muna­hópa í bæn­um.