Heimir Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri á fjármálasviði Alvogen. Heimir mun vinna náið með fjármálastjóra Alvogen samstæðunnar og taka þátt í frekari þróun og uppbyggingu fjármálasviðs samhliða miklum vexti fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alvogen.

Heimir hefur yfirgripsmikla reynslu af fjármálasviðum alþjóðlegra lyfjafyrirtækja eftir að hafa starfað hjá Actavis í yfir 10 ár.  Þar áður starfaði Heimir í 11 ár við endurskoðun og reikningshald hjá Deloitte og var meðal annars eigandi og áhættustjóri fyrirtækisins. Heimir er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði Háskóla Íslands frá árinu 1995. Hann lauk síðan prófi sem löggiltur endurskoðandi árið 1999.