Heimir Halldórsson hefur verið ráðinn þjónustustjóri Optimar Kapp. Heimir hefur starfað hjá fyrirtækinu í vel á annan áratug og gengdi meðal annars stöðu tæknistjóra. Optimar Kapp framleiðir hinar þekktu OPTIM-ICE ískrapavélar sem hafa verið settar upp í fjölda skipa, bæði hér á landi sem og erlendis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Þetta er spennandi tækifæri í ört vaxandi fyrirtæki. Við framleiðum OPTIM-ICE ísþykknikerfin sem eru með bestu kæliaðferðum sem fyrirfinnast á markaðnum í dag. Það er mikil reynsla og þekking hér innanhúss í þessum geira og ætlunin hjá fyrirtækinu er að auka enn frekar á þjónustuna fyrir viðskiptavini okkar,” segir Heimir. Hann starfaði áður sem vélstjóri á sjó í hátt í áratug og er því með mikla reynslu í sjávarútvegsgeiranum.

28 starfsmenn starfa hjá Optimar Kapp en fyrirtækið er með höfuðstöðvar að Miðhrauni 2 í Garðabæ.