*

föstudagur, 5. mars 2021
Fólk 16. október 2020 09:59

Heimir til Lindar fasteignasölu

Lind fasteignasala í Kópavogi hefur ráðið Heimi Hallgrímsson frá Fasteignamarkaðnum. Mun jafnframt sinna rekstrinum.

Ritstjórn
LInd fasteignasala hefur verið starfrækt í Kópavogi frá upphafi árið 2003, en nú gengur Heimir Hallgrímsson að neðan til liðs við hana frá Fasteignamarkaðnum.
Aðsend mynd

Heimir Hallgrímsson hefur gengið til liðs við eigendahóp Lindar fasteignasölu og hóf hann störf nú um miðjan október. Heimir mun jafnframt, samhliða sölu fasteigna, koma að almennum rekstri Lindar fasteignasölu.

Áður hafði Heimir unnið sem fasteignasali hjá Fasteignamarkaðnum og þar áður sem lögmaður hjá Libra lögmönnum og hjá Slitastjórn Kaupþings. Heimir er útskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands með lögmannsréttindi og löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.

Lind fasteignasala var stofnuð árið 2003 og hefur alla tíð verið starfrækt í Kópavogi. Á Lind starfa einstaklingar með mikla reynslu og sérþekkingu á sviði fasteignaviðskipta og annast löggiltir fasteignasalar alla sölumeðferð og skjalafrágang.

Ný og glæsileg skrifstofa Lindar fasteignasölu er nú staðsett í Bæjarlind 4 þar sem starfa 35 einstaklingar, 28 við sölu fasteigna og 7 í skjalavinnslu og frágangsdeild.