Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Heimkaup og Elko hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að birta ekki fullnægjandi upplýsingar á heimasíðum sínum um lán sem veitt eru til kaupa á vörum.

Lög um neytendalán segja með skýrum hætti hvaða upplýsingar eiga að koma fram þegar lán eru auglýst. Heimilt að að auglýsa að viðkomandi veiti lán en um leið og auglýst eru kjör vextir eða mánaðarlegar afborganir þurfa ýmsar aðrar upplýsingar að koma fram.

Í auglýsingum Elko vantaði árlega hlutfallstölu kostnaðar og í auglýsingum Heimkaupa vantaði árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarfjárhæð sem neytandi þarf að greiða.