*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 9. febrúar 2006 09:15

Heimsferðir kaupa flugfélagið Jet-Ex

Ritstjórn

Ferðaskrifstofan Heimsferðir hefur keypt 60% hlut í flugfélaginu Jet-Ex sem er með íslenskt flugrekstrarleyfi. Félagið rekur þrjár MD 82 flugvélar og hefur m.a. annast flug fyrir Iceland Express. Mun félagið áfram sinna þjónustu fyrir IE áfram fram á vorið.

Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða segir að vélarnar séu staðsettar hér á landi, en auk flugs fyrir Iceland Express hefur félagið annast flug fyrir ýmsa aðra aðila.

"Það hentar okkur ákaflega vel að geta haft flugrekstaraðila til að sinna okkar flugi um leið og þeir sinna jafnframt öðrum verkefnum," segir Andir Már. Hann segir að MD vélum félagsins hafi verið tryggð verkefni í sumar, en í haust verði þeim vélum skipt út fyrir vélar af gerðinni Boeing 737-800. Segir Andri að Boeing vélarnar henti betur til að sinna þörfum Heimsferða og tengdra félaga í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.