Framleiðsla á mjólk í heiminum verður 1,9% meiri í ár en á sl. ári, að mati Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Verður hún 611,5 milljarðar lítra í samanburði við 600 milljarða lítra árið 2003. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi stofnunarinnar ?Fæðuhorfur" (Food Outlook). Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Bændasamtakanna.

Þar segir ennfremur að á sl. ári jókst mjólkurframleiðslan um 1,1% í veröldinni. Aukningin á einkum rætur að rekja til vaxandi framleiðslu í Asíu, Suður Ameríku og á Nýja Sjálandi. Mestur vöxtur er þó í Kína, þar sem framleiðslan eykst um 20%. Meiri hlutfallslegur vöxtur var þó tvö undanfarin ár, eða um 25% á ári. Orsök vaxtarins er svar við aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum meðal neytenda, betri markaðssetning á þeim og gott verð til framleiðenda. Þess ber þó að geta að í Kína er framleiðsla á mann lítil og afurðastig lágt, þannig að aukning um nokkur kg er hlutfallslega mikil. Minnkun er hins vegar á mjólkurframleiðslunni í Ástralíu (um 8,8%) og Rússlandi (um 4,2%).

Byggt á frétt á heimsíðu Bændasamtakanna.