Tíu af stærstu bönkum heims hafa ákveðið að stofna 70 milljarða Bandaríkjadala sjóð (6.421 milljarður íslenskra króna) sem ætlað er að vera til staðar fyrir fjármálafyrirtæki sem lenda í vandræðum.

Hver banki leggur 7 milljarða í sjóðinn og hver bankanna 10 á rétt á að fá allt að þriðjung heildarupphæðarinnar lánaða.

Bankarnir sem um ræðir eru Bank of America, Barclays, Citigroup, Credit Suisse, Deutsche Bank, Goldman Sachs, JPMorgan Chase, Merrill Lynch, Morgan Stanley og UBS.

Bankarnir segja nýjar reglur bandaríska seðlabankans um neyðarlánveitingar einnig hjálpa til. Seðlabankinn hefur rýmkað reglur um hvað taka má sem veð fyrir neyðarlánveitingu.

Þetta kemur fram í frétt Reuters.