Verð á fiskimjöli og lýsi er nú að slá metið sem sett var 2007. Kaupendur bjóða meira en 2 þúsund dollara (235 þúsund ISK) á tonnið fyrir mjöl og lýsi, að því er fulltrúi fiskimjölsframleiðandans Copeinca í Perú segir í viðtali við IntraFish. Copeinca er þriðji stærsti framleiðandi á fiskimjöli í heiminum.

Þetta kemur fram í frétt Fiskifrétta þar sem hægt er að lesa nánar um málið.