Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í dag. Ástæðan er sú að ófriður sem hefur brotist út í Líbíu er talin geta haft áhrif á framboð á olíu. Við það bætist svo að menn hafa ennþá áhyggur af ófriðnum á milli Úkraínu og Rússlands.

Tunnan af Brent olíunni var komin upp í 109.52 í viðskiptum seinni partinn í dag og West Texas var í 102,76.

Hér má lesa meira um þróun olíuverðs í dag.