Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í dag og hefur ekki verið hærra í sex mánuði.

Verð á Brent hráolíu hækkaði um rúmlega tvö prósent í viðskiptum í morgun og nam yfir 48,9 dollurum, jafnvirði sex þúsund íslenskra króna, á tunnu í fyrsta sinn síðan í október 2015. Verð á bandarísku hráolíunni hækkaði jafnframt um rúmlega tvö prósent og nam yfir 47,4 dollurum, 5.800 íslenskum krónum.

Talið er að jákvæðar spár greiningaraðila og raskanir í framleiðslu bæði í Nígeríu og Venesúela hafi ýtt undir hækkunina.