Í morgunpósti IFS kemur fram að olíuverð lækkar í morgun og stendur Brent olíutunnan nú í 38,27 dollurum og West Texas olíutunnan 36,1 dollurum.

Olíuverð lækkaði í kjölfarið af ákvörðun Sádi Arabíur um að draga ekki úr olíuframleiðslu sinni þvert á fyrri yfirlýsingar. Á föstudaginn höfðu sádar sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir myndu takmarka framleiðslu sína ef aðrir stórir olíuframleiðendur myndu gera slíkt hið sama.

Ráherra olíumála í Íran gaf það hinsvegar út að landið muni halda áfram að auka við framleiðslu og útfluttning á olíu, og hafa yfirvöld í Sádí Arabíu því ákveðið að takmarka ekki framleiðslu sína.

Íran framleiðir um 3 milljónir tunna á dag og hafa sagt að það komi ekki til greina að setja þak fyrr en landið framleiðir að minnsta kosti 4 milljónir tunna á dag.