Við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær kostaði olíutunnan 54,39 dollara, en samkvæmt Reuters er að ræða um 22 mánaða lágmark. Tunnan hefur nú lækkað um 63% frá því júlí þegar hún kostaði 147 dollara. Sérfræðingar telja trú á þá þætti sem keyrðu upp verðið um mitt sumar sé ekki lengur fyrir hendi. Aðrir hafa bent á að olíubólan um mitt sumar hafi að miklu leyti orsakast af spákaupmennsku. Einnig er verðlækkunin rakin til þess að heildareftirspurn neytenda eftir olíu muni minnka sökum efnahagsniðursveiflunnar, sem muni reynast dýpri en áður var talið.

Um miðjan júli á þessu ári kostaði einn dollar tæplega 78 íslenskar krónur, en kostar í dag 138 krónur sé miðað við gengisskráningu Seðlabanka Íslands í gær. Því má segja að íslenskir neytendur fái eldneytið í dag á svipuðu eða hærra verði en um mitt sumar, því verðhækkunin vegna gengisveikingar krónunnar gagnvart dollara en meiri en lækkunin sem myndi annars hljótast af lægra heimsmarkaðsverði.