Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað um 25 dollara tonnið síðustu tvo daga og var við lokun markaða í gær 2.305 dollarar tonnið. Þetta verð er ekki mikið hærra en kostnaðarverð álframleiðslu hjá vel flestum álverum heimsins. Hugsanleg er þó talið að einhver álver í Kína geti framleitt ál með hagnaði þó verðið fari um eða undir 2.000 dollara á tonnið.

Samkvæmt yfirliti Global Info Mining fór verið að lækka 13. desember eftir að hafa staðið í 2.345 dollurum á tonnið í nokkra daga þar á undan sem er hæsta verð í meira en ár. Fór það niður í um 2.297 dollara þann 14. desember en hefur síðan verið flöktandi.