Heimsmarkaðsverð á olíu er nú komið yfir 80 dollara markið. Þannig er verðið nú skráð hjá Brent í London á 81,49 dollara tunnan og 82,52 dollar hjá WTI í New York.

Við lokun markaðar í London í gær var verðið skráð 80,53 dollara á tunnu. Opnaði markaðurinn í morgun með 80,92 dollurum og hefur verðið farið lægst í dag í 80,53 dollara. Hæsta hefur verðið hins vegar farið í 81,72 dollara á tunnu og er búist við að þessu þróun haldi áfram fram á mitt sumar þegar verðið nær að jafnaði hámarki.