Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í gær eftir að fréttir bárust af því að skemmdarverk á olíuleiðslu í Írak voru ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu.

Verð á hráolíu í Bandaríkjunum lækkaði um 1,96 dollara og var 105,62 dollarar á tunnu í lok dags. Í London lækkaði olíuverð um 1,23 dollara á tunnu og var við lokun markaða 103,77 dollarar á tunnu.

Olíuverð náði methæð í síðustu viku þegar olítunnan í Bandaríkjunum kostaði 109,72 dollara. Auk frétta frá Írak spilar inn í að dollarinn varð sterkari í vikunni, að því er kemur fram í frétt BBC um málið, en þegar dollarinn veikist þá hækkar verð á hrávörum, eins og t.d. olíu.