Heimsmarkaðsverð á olíu hefur haldið áfram að lækka í dag. Nú kl. 14:30 var verðið hjá Brent í London skráð á 62,54 dollara tunnan og 62,04 dollara hjá WTI Crude Oil á NYMEX markaði í New York. Virðist sem meint viðleitni spákaupmanna að undanförnu við að spenna upp olíuverðið á væntingum um aukna eftirspurn og minna framboð hafi brugðist í bili að minnsta kosti.