Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið lækkandi í dag og er nú komið niður í um 92 dollara á tunnu eftir að hafa farið hæst í rúma 96 dollara um tíma á mánudag. Verðið er nú skráð hjá Brent í London á 92.02 dollara en það tók snögga dýfu niðurávið síðdegis í gær. Endaði verðið þá í 93,53 dollurum á tunnu eftir að hafa farið hæst í tæpa 96 dollara innan dagsins. Hæsta verðið á markaðnum í dag er 93,41 dollar.