Heimsmarkaðsverð á olíu til afgreiðslu í mars lækkaði á markaði samkvæmt skráningu á NYMEX í New York um rúm 2% í morgun. Var verði þar í hádeginu á 42,78 dollara tunnan, en 45,25 dollara hjá Brent í London. Nemur lækkunin í London 0,31%.   Er þetta í samræmi við þróunina undanfarna viku, þar sem olíuverð í framvirkum samningum var farið að lækka og nálgast febrúarverð á olíu sem komið var hjá NYMEX í 36,51 dollar tunnan þegar skráningu á olíu til sölu í febrúar lauk á þriðjudag.