Ný skýrsla um raforkuspá frá árinu 2015 til 2050 hefur verið gefin út. Síðasta spá var gefin út árið 2010.

„Á síðustu áratugum hefur raforkunotkun hér á landi aukist stöðugt og er notkun á mann nú sú mesta sem þekkist í heiminum," segir í skýrslunni.  „Raforkunotkun á íbúa eða sem hlutfall við landframleiðslu hefur aukist á síðustu árum vegna aukinnar raforkunotkunar stórnotenda, en Fjarðarál hóf starfsemi árið 2007 og Becromal árið 2009, einnig hefur notkun hjá Norðuráli aukist undanfarin ár."

Í skýrslunni segir að helsta ástæða mikillar raforkunotkunar hér á landi sé hátt hlutfall orkufreks iðnaðar í notkuninni. Þá er einnig sagt að veðurfar hafi mikið að segja því hitun sé snar þáttur í almennu raforkunotkuninni hér á landi eða um 20%.  „Ein önnur skýring á mikilli raforkunotkun hér á landi er að landsframleiðsla er hlutfallslega mikil og lífskjör góð. Þetta veldur mikilli orkunotkun atvinnulífs og heimila."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .