Ásta Björk Þórðardóttir lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins segir það íþyngjandi fyrir bjórframleiðendur á Íslandi að þurfa að greiða opinber gjöld af framleiðslunni áður en varan sé seld. Jafnframt segir hún Íslendinga hafa sett heimsmet í skattlagningu á áfengi í samtali við Fréttablaðið.

Segir Ásta að allt að 30 dagar geti liðið milli þess að framleiðandinn greiði gjöldin til hins opinbera þangað til hann fær sölutekjur af vörunni sem greiðslurnar eru fyrir. „Áfengisframleiðandinn þarf að standa skil á skattinum til ríkisins,“ lýsir Ásta Björk sem segir þetta erfitt fyrir smáa bjórframleiðenda.

„Tækifærin eru náttúrulega fólgin í því að það er aukin ferðamennska og við erum með mjög flotta aðila sem eru að pretta upp í þessu umhverfi þó að það sé svona erfitt umfangs.“