Fé hefur streymt til landsins frá erlendum fjárfestum á árinu til að kaupa íslensk tækni- og fjarskiptafyrirtæki. Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í vikunni hafa erlendir fjárfestar greitt vel á þriðja hundrað milljarða króna fyrir á annan tug slíkra félaga hér á landi á árinu.

Sjá einnig: Risaár í fyrirtækjakaupum

Lágt vaxtastig og aukinn sparnaður hefur leitt af sér mikla hækkun eignaverðs. Metfé hefur runnið í framtaks- og sprotasjóði sem og í yfirtökur og samruna í heiminum. Þannig hafa samrunar á árinu á heimsvísu numið um 5.600 milljörðum dollara, sem er þriðjungi meira en gamla metið sem staðið hafði frá árinu 2007 samkvæmt frétt Reuters.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .