Margt stendur til boða á EVE Fanfest hátíð tölvuleikjafyrirtækisins CCP sem hófst í tíunda skiptið í Hörpu í gær. Búist er við í kringum 3000 manns á hátíðina hvaðanæva að úr heiminum. Í bland við þétta skemmtidagskrá verða nýjungar í tölvuleikjum fyrirtækisins kynntar af Hilmari Veigari Péturssyni, framkvæmdastjóra CCP.

Þar ber hæst á góma þetta árið að sögn Hilmars að DUST 154 er væntanlegur á PC auk þess sem að lykilpersóna í tölvuleiknum Valkyrie var kynnt í gær. Bandaríska leikkonan Katee Sackhoff mun fara með hlutverk valkyrjunnar Ránar í tölvuleiknum en hún heilsaði upp á áhorfendur í gegnum netið á kynningu leiksins í gær.

VB Sjónvarp ræddi við Hilmar.