Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir
© BIG (VB MYND/BIG)

„Takturinn var strax sleginn á sumarþinginu 2009 þegar Evrópusambandsumsóknin fór í gegnum þingið. En svo kom Icesavemálið upp og síðan stjórnarskrármálið. Í málunum voru fylkingar með og á móti. Þetta smitaði frá sér út í nefndir Alþingis og því var tekist mjög hart á inni í nefndum,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis um hörkuna sem hún segir að hafi einkennt þingstörfin í tíð vinstristjórnarinnar. Hún segir ríkisstjórn VG og Samfylkingar hafa þjösnað ýmsum málum í gegn og hótað samflokksbræðrum sínum og systrum og þrýstu á um að allir töluðu einu máli, jafnvel þótt sumir í stjórnarflokkunum væru ekki sama sinnis.

Vigdís bendir á að hún þekki lítið til vinnubragða á Alþingi áður en hún tók sæti þar vorið 2009. En stemningin hafi verið skrýtin þegar hún kom þar inn enda þjóðfélagið logað í kjölfar efnahagshrunsins og gerð rík krafa um endurnýjun í þingliðinu. „Við í Framsóknarflokknum endurnýjuðum nánast allt okkar lið og erum nú öll komin ný inn. En ég tók eftir því að harkan var mikil í þingstörfunum. Þar var lítill vilji til að taka tillit til okkar í minnihlutanum,“ segir Vigdís og rifjar upp að stór mál hafi verið undir sem tekist var á um.

Lesa má ítarlegt viðtal við Vigdísi Hauksdóttur í Viðskiptablaðinu 29. ágúst 2013. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .