*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 23. apríl 2016 13:10

Heimurinn er allur undir

Starfsemi Deloitte hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum.

Kári Finnsson
Haraldur Guðjónsson

Sigurður Páll Hauksson hóf störf hjá Deloitte árið 1994 en hann tók við sem forstjóri fyrirtækisins árið 2014. Aðspurður segist hann ekki hafa órað fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á starfsemi endurskoðendafyrirtækja frá þeim tíma sem hann hóf störf sem endurskoðandi.

Í stuttu máli hefur starfsemi stórra endurskoðendafyrirtækja víkkað út frá því að stunda eingöngu hefðbundna endurskoðendastarfsemi og yfir í að sinna samhliða því fjölbreyttri ráðgjöf til að sinna sí­breytilegum þörfum athafnalífsins. Því til vitnis festi Deloitte nýlega kaup á tveimur upplýsingatæknifyrirtækjum frá Símanum til að styrkja við ráðgjafastarfsemi Deloitte á sviði upplýsingatækni. Þess utan hefur fyrirtækið nýlega stofnað svokallað viðskiptalausnasvið sem einbeitir sér að því að þjónusta smærri og miðlungsstór fyrirtæki, m.a. með tímabundnum ráðningum á fjármálastjórum.

Spurður að því af hverju þessar breytingar eru að eiga sér stað á starfsemi fyrirtækisins segir Sigurður að í grunninn sé það síbreytilegt umhverfi atvinnulífsins sem kallar á þessar breytingar.

„Heimurinn er í rauninni allur undir,“ segir Sigurður. „Þetta lýsir sér best á internetinu sem er ekki bundið við einstök lönd eða heimsálfur. Þessi aukni hraði hnattvæðingar er drifkraftur fjölmargra breytinga. Við erum þátttakendur á alþjóðamarkaði og viðskiptavinirnir gera ráð fyrir þjónustu okkar þvert á öll landamæri. Við leitumst við að uppfylla þær þarfir sem við­skiptavinirnir kalla eftir á hverjum tíma um leið og við hvikum hvergi frá gæðakröfum. Það sem er ekki síður mikilvægt er að þetta er einmitt það sem starfsfólkið okkar vill. Okkar flotta fólk tekur þátt í spennandi verkefnum í Bandaríkjunum, Danmörku, Bretlandi, Asíu og víðar.“

Nánar er rætt við Sigurð í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.