*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Erlent 20. ágúst 2007 08:50

Heimurinn er grænn

Ritstjórn
Erlendir markaðir fara vel af stað á þessum mánudegi ef marka má upplýsingar frá hlutabréfavefnum Euroland en undanfarið hefur geisað mikill órói á fjármálamarkaði.

Danska vísitalan OMXC hefur hækkað um 1,96%, breska vísitalan FTSE 100 hefur hækkað um 1,04%, norska vísitalan hefur hækkað um 2,07%, sænska vísitalan OMXS hefur hækkað um 1,74% og japanska vísitalan TOPIX 100 hækkaði um 3,22%.

Íslenski markaðurinn er orðinn það alþjóðlegur að hann sveiflar í takt við erlenda markaði.