Hollenski bjórframleiðandinn Heineken hefur náð sáttum í höfundarréttardeilu við belgíska bjórframleiðandann Inbev SA og raftækjaframleiðandann Royal Philips Electronics, segir í frétt Dow Jones.

Heineken kærði InBev og Philips í september 2005, en vara þeirra PerfectDraft þótti lík vöru sem Heineken þróaði ásamt þýska raftækjafyrirtækinu Krups, en vörurnar sem um ræðir eru bjórdælur sem nota má heima fyrir.

Ekki voru gefin upp smáatriði samkomulagsins, en Heineken sagði að fyrirtækið hefði ekki gengið að því nema að það væri fyrirtækinu í hag.