Hollenski bjórframleiðandinn Heineken varaði í gær við því að bjóðverð muni fara hækkandi á næstu misserum vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á byggi og korni.

Varnaðarorð Heineken komu á sama tíma og félagið greindi frá því að hagnaður á síðasta ári hefði lækkað um 33%, borið saman við árið 2006.

Fyrirtækið sagði að hrávörukostnaður hefði aukist um 15% árið 2007 og því reynst nauðsynlegt að grípa til „talsverðra verðhækkana“ til þess að mæta auknum kostnaði.