Breski smásölurisinn Tesco sér fram á skort af bökuðum baunum og tómatsósum frá Heinz í kjölfar ágreinings um verð. Guardian greinir frá.

Deiluna má rekja til verðhækkana matvælaframleiðandans til Tesco, en smásölurisinn leggur áherslu á það að beita öllum ráðum áður en þeir hækka verð til neytenda, jafnvel þó það þýði takmarkað framboð.

Talsmenn beggja fyrirtækja segja að unnið sé að lausn. "Við erum bjartsýnir á farsæla niðurstöðu milli okkar og Tesco." segir talsmaður Heinz.