Stórfyrirtæki á Bretlandi hafa heitið því að bjóða úkraínsku flóttafólki vinnu, eftir komu þeirra til landsins. Fyrirtækin, sem eru hátt í fimmtíu talsins, hafa skorað á bresk stjórnvöld að greiða fyrir komu flóttafólks sem neyðist til að yfirgefa heimalandið vegna innrásar Rússa. BBC greinir frá.

Marks & Spencer, Asos, Lush og ráðningarisinn Robert Walters eru meðal fyrirtækjanna fimmtíu sem leggja hönd á plóg.

Bresk stjónvöld hafa legið undir töluverðri gagrýni fyrir svifasein viðbrögð við móttöku flóttafólks frá stríðshrjáðri Úkraínu.

Breski frumkvöðullinn Emma Sinclair veitir hópnum forystu. Verkefnið er enn á frumstigum og á því eftir að koma betur í ljós hvernig staðið verði að útfærslu þess.