Iðnaðarráðherra hefur staðfest samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um hækkun á heitavatnsgjaldi.

Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að gjaldskráin hækkar um 9,7% og mega íbúar á veitusvæði OR reikna með að hitareikningur meðalíbúðarinnar hækki um 300 krónur á mánuði frá 1. október.

Þá kemur fram að hækkun kostnaðar og fjárfesting í nýrri hitaveitu frá Hellisheiði eru ástæður hækkunarinnar