Orkubú Vestfjarða er dýrasta hitaveita landsins. Fastagjald hitaveitunnar er 28.274 kr. og er það hæsta á landinu. Þá er heita vatnið jafnframt dýrast í rúmmetrum talið, eða 194,44 kr./m3 í starfsstöð orkubúsins í Reykhólum.

Þetta kemur fram á vef Orkustofnunar sem tekur reglulega saman og birtir verð á heitu vatni frá hitaveitum. Næsthæsta fastagjaldið er hjá Rarik og loks hjá Hitaveitu Fjarðabyggðar en ódýrast er það hjá Hitaveitu Seltjarnarness og Hitaveitu Suðurnesja. Þá er næsthæsta gjaldið per rúmmeter einnig hjá Rarik en ódýrast er það hjá Hitaveitu Brautarholts á Skeiðum. Öll þess gjöld bera 2% orkuskatt og 7% vsk.