Vísbendingar eru um að ungverski fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna líkt og víðar um heim ef marka má umfjöllun Bloomberg.

Fasteignaverð í Ungverjalandi hefur hækkað mest innan Evrópusambandsins undanfarinn áratug.

Samkvæmt samantekt Otthon Centrum, einni af stærstu fasteignasölu landsins, er talið að íbúðaverð hafi lækkað um 4% á fjórða ársfjórðungi. 

Fasteignaverð í Ungverjalandi hækkaði engu síður um 25% á árinu 2022 í heild og þá hefur húsnæðiskostnaður hækkað um 156% frá árinu 2015 þar í landi, sem er það mesta innan ESB.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 19. janúar.