Heildartekjur Heklu fasteigna ehf. námu á fyrri helmingi ársins 119 milljónum króna og rekstrargjöld námu 26,9 milljónum króna.

Hagnaður félagsins fyrir skatta var því 92,1 milljón króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Að teknu tilliti til matsbreytinga fjárfestingaeigna og fjármagnsliða nam hagnaður félagsins fyrir tekjuskatt 63 milljónum króna og hagnaður tímabilsins nam 75,2 milljónum króna.

Heildareignir Heklu fasteigna ehf. voru þann 30. júní 2008 bókfærðar á 2.457 milljónum króna.

Heildarskuldir félagsins námu á sama tíma 2.082,2 milljónum króna.

Þann 30. júní 2008 var eigið fé Heklu fasteigna ehf. 374,8 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 15,25%.