Öll starfsemi Bílaþings HEKLU hefur verið sameinuð á 1.600 fermetra athafnasvæði að Kletthálsi 1B í Árbæ undir nýju nafni - HEKLA notaðir bílar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Opnunarhátíð verður af því tilefni á morgun, fimmtudaginn 26. júní.

Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri HEKLU segir í tilkynningunni að aðstaða félagins á Laugaveginum hafa verið orðin of lítil og því legið beint við að færa út kvíarnar á Kletthálsi en þar hefur HEKLA verið með sölu á notuðum bílum í nokkur ár.

„Það skapar mikið hagræði að hafa notuðu bílana alla á sama stað og fyrir vikið getum við boðið viðskiptavinum upp á enn betri og markvissari þjónustu. Samtímis skapast aukið svigrúm fyrir starfsemi okkur á Laugaveginum þar sem sala á nýjum bílum og höfuðstöðvar HEKLU eru áfram til húsa,“ segir Jón Trausti í tilkynningunni.   Athafnasvæði HEKLU á Kletthálsi er um 1.600 fermetrar að flatarmáli, með tveimur þjónustubyggingum sem eru samtals um 900 fermetrar að stærð, og hefst starfsemin þar formlega á slaginu 12 á morgun.