Hekla hefur sent Neytendastofu tilkynningu um að innkalla þurfi Mitsubishi Pajero bifreiðar af árgerðinni 2007-2014 með vélartegund 4M41. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar .

Ástæða innköllunar er að bilun í tímakeðjustrekkjara getur valdið því að hann virki ekki sem skyldi og óeðlilegt hljóð komið frá tímakeðju. Í versta falli getur strekkjari brotnað og valdið alvarlegum skemmdum á vél þannig að bíllinn verður ógangfær.

Skipt verður um tímakeðjustrekkjara og búnaður í kringum hann skoðaður og skipt um aðra hluta ef þarf. Umráðamönnum viðkomandi bíla verður sent bréf á næstu vikum.