Birgir Sigurðsson hefur hann verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Heklu. Hann hefur víðtæka reynslu á þessu svið og hefur síðastliðin 15 ár starfað hjá Opnum kerfum og undanfarin ár sem yfirmaður á fjármálasviði fyrirtækisins. Þar áður starfaði hann m.a. hjá Kaupþingi, Hewlett-Packhard og Toyota umboðinu.

Birgir útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá þjóðhagskjarna Viðskiptadeildar Háskóla Íslands árið 1984 og hefur starfað hjá Opnum kerfum síðastliðin 15 ár. Hann var fjármálastjóri Opinna kerfa hf. frá 1991-2004 og síðan framkvæmdastjóri fjármála Opinna kerfa Group hf. frá 2004 og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis.

Birgir sinnti ýmsum fjármálatengdum störfum áður en hann réðst til Opinna kerfa. Hann var fjármálastjóri hjá Hewlett-Packard á Íslandi frá 1987-1991, forstöðumaður hjá Kaupþingi frá 1986-1987 og fjármálastjóri hjá P. Samúelssyni (Toyota umboðinu) frá 1983-1985.

Birgir er kvæntur Sigrúnu Jóhannesdóttur og eiga þau 3 börn.