*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Innlent 29. maí 2019 16:10

Hekla segir upp tólf manns

Tólf starfsmönnum Heklu var sagt upp í dag vegna minnkandi bílasölu. Samdrátturinn nemur 38% frá áramótum.

Ritstjórn
Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu.
Morgunblaðið

Hekla sagði í dag upp tólf starfsmönnum að því er Vísir greinir frá. 

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir, ástæðuna vera samdrátt í bílasölu í samtali við Vísi. Vonir hafi staðið til að bílasala tæki við sér eftir mikinn samdrátt frá síðasta hausti en þær hafi ekki ræst. Kjaraviðræður og vandi Wow air hafi átt þátt í að almenningur hafi haldið fastar um budduna. 

Fyrstu fjóra mánuði ársins dróst sala nýrra bíla saman um 38% miðað við sama tímabil í fyrra.

Stikkorð: Hekla uppsagnir