Skattrannsóknarstjóri hefur vísað 14 málum til embættis sérstaks saksóknara þar sem rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot fjármagnstekna í tengslum við afleiðusamninga.

Þrjú slík mál eru enn til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra. Í málunum sautján nemur vanframtalinn skattstofn alls ríflega 5,3 milljörðum króna, mest rúmlega 900 milljónum króna í einstöku máli. Ekki var greiddur fjármagnstekjuskattur af þessum fjárhæðum.

Í vikunni ákærði sérstakur saksóknari Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Kaupþings, fyrir slíkt brot. Hann er sakaður um að hafa komið sér undan því að greiða tæplega 50 milljónir króna í skatt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.