Ágúst H. Leósson hefur verið ráðinn fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Coripharma. Ágúst hefur störf hjá félaginu á í dag, þann 1. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ágúst er kunnugur lyfjageiranum en árin 2009 til 2019 starfaði hann sem fjármálastjóri Medis, auk þess að vera í jafnframt í framkvæmdastjórn félagsins. Í upphafi aldarinnar til ársins 2005 var hann fjármálastjóri Actavis. Í millitíðinni gegndi hann sömu stöðu hjá TM, frá 2005 til 2007, og síðan stöðu framkvæmdastjóra Samsons Eignarhaldsfélags.

Ágúst er menntaður viðskiptafræðingur en auk þess að vera fjármálastjóri fyrirtækisins mun hann taka sæti í framkvæmdastjórn þess.

Hjá Coripharma starfa um 110 starfsmenn en það hóf starfsemi árið 2018. Síðan þá hefur það keypt alla lyfjaframleiðslu og -þróun Actavis. Áætlað er að fyrsta samheitalyfið þróað af Coripharma komi út eftir um ár.