Lokatölur um veiði í Veiðivötnum liggja fyrir. Alls veiddust 25.009 fiskar í vötnunum, bæði á stöng og í net. Þetta er nokkuð minni veiði en undanfarin fimm ár en mjög góð engu að síður þegar horft er til undanfarinna áratuga.

Meðalþyngd var heldur meiri en í fyrra, 1,96 pund. Á stöng fengust 20.294 fiskar og í net komu 4.715 fiskar. Mest var veiðin í Litlasjó, 7.795 fiskar, en stærsti fiskurinn kom upp úr Grænavatni og var hann 16,4 pund.