*

þriðjudagur, 15. júní 2021
Innlent 4. júní 2020 17:30

Heldur rólegt yfir Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkar eilítið og heildarviðskipti dagsins námu 1,3 milljarði.

Ritstjórn
Eyþór Árnason

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði í viðskiptum dagsins um 0,42% og stendur nú í 2042,61 punkti. Heildarviðskipti dagsins hljóða upp á 1,3 milljarð íslenskra króna og fjöldi viðskipta voru 100.

Bréf Icelandair hækkuðu mest í dag eða um 1,32%. Eins og svo oft áður voru viðskipti með bréf félagsins afar lítil en þau námu einungis 5 milljónum króna. Næst mest hækkun var á bréfum Sýnar, um 1,31%, og standa þau nú í 27,15 krónum hvert. Þriðja mesta hækkunin var á bréfum Símans, um 1,17%, og standa þau nú í 6,03 krónum.

Mest lækkuðu bréf Sjóvá eða um 1,58% í viðskiptum upp á 60 milljónir. Næst mest lækkun var á bréfum Brims, um 0,86%, sem standa nú í 40,2 krónum. Þriðja mest lækkunin var á bréfum Arion banka, um 0,8%, og standa bréfin nú í 61,8 krónum.

Íslenska krónan styrktist meðal annars gagnvart Bandaríkjadalnum, um 0,76%, breska pundinu, um 0,64% og japanska jeninu, um 0,72%. Evran fæst nú á 149 íslenskar krónur og Bandaríkjadalurinn fæst á rúmlega 131 krónu.

Stikkorð: Icelandair Sjóvá Síminn Kauphöllin Sýn