Helena Pálsdóttir hefur hafið störf á ráðgjafarsviði KPMG. Helena er með MA gráðu í viðskiptum og lögfræði frá Edinborgarháskóla og meistaragráðu (MSc) í stjórnun með áherslu á nýsköpun frá London School of Economics. Helena býr yfir margra ára reynslu af fjármálamarkaðnum og tækniþróun.

Frá árinu 2017 til 2019 starfaði Helena sem sérfræðingur í áhættugreiningu í rekstraráhættu hjá Fjármálaeftirlitinu. Meðal þeirra verkefna sem hún sinnti hjá eftirlitinu var áhættumöt, innleiðingu PSD2, fjártækni, úttektir, auk aðkoma að málefnum sem tengdust rekstraráhættu fjármálafyrirtækja, þ.m.t. upplýsingatækniáhættu.

Í starfi á ráðgjafarsviði KPMG mun Helena leggja megináherslu á ráðgjöf tengda áhættustýringu- og stjórnarhætti með sérstaka áherslu á eftirlitsskyld félög og fjártæknifélög (e.fintech).