Helena Kristín Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í fjárfestatengslum og viðskiptaþróun hjá Akta sjóðum. Hún hefur þegar hafið störf.

Helena kemur til Akta frá Íslandsbanka, en þar hafði hún verið verðbréfamiðlari frá árinu 2019. Áður hafði hún starfað hjá Bakkavör í stefnuþróun og í verðbréfauppgjöri Arion banka.

Helena lauk B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptafræði frá Loyola University Chicago árið 2018 með áherslu á hagfræði, stjórnmálafræði og viðskipti. Þá lauk hún prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2020.