Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda Crossfit XY í Garðabæ, segir að frá blautu barnsbeini hafi hún verið dugleg að hreyfa sig. Auk þess að hreyfa sig mikið segist hún reyna að borða hollan mat og sofa vel til þess að halda góðri heilsu.

„Ég var dugleg í ræktinni þangað til ég prófaði crossfit árið 2010,“ segir Helga Hlín, sem í dag segist æfa crossfit fimm sinnum í viku.

„Ég féll gjörsamlega fyrir þessari íþrótt enda er þetta ótrúlega góð hreyfing. Þetta er blanda af ólympískum lyftingum, fimleikum, hlaupi og róðri.“

Auk þess að stunda crossfit segir Helga Hlín að fjölskyldan stundi útivist mjög mikið. „Við förum í göngur, á skíði og svo höfum við töluvert verið í mótorkrossi. Það hefur verið talað um að mótorkross sé ein erfiðasta íþrótt í heimi. Hún er ekki bara líkamlega erfið heldur tæknilega mjög krefjandi.“ »» Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður.